Tæplega 30 manns mættu í gróðursetningu laugardagsmorguninn 7. október 2017 á Beitarhúsahálsi norður af Hvaleyrarvatni. Gróðursettar voru um 1200 trjáplöntur af ýmsum tegundum. Um var að ræða 3 – 4 ára pottaplöntur. Gróðursett var í all gamla lúpínubreiðu. Jarðvegurinn er frjór en grýttur. Eftir gróðursetningu var boðið upp í hressingu í Þöll. Félagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Myndina tók Jónatan Garðarsson formaður félagsins.