Gróðursetningardagur í Vatnshlíð
Laugardaginn 13. september kl. 10:00 stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir árlegum Sjálfboðaliðadegi þar sem áhersla er lögð á gróðursetningu fjölbreyttra trjátegunda. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í að hjálpa til við að gróðursetja nokkrar tráplöntur og græða landið eru velkomir.
Staðsetningin er í miðri Vatnshlíð norðan við Hvaleyrarvatn. Þeir sem ætla að mæta aka eftir Kaldárselsvegi og beygja til hægri inn á Hvaleyrarvatnsveg. Þaðan er aftur beygt til hægri inn á vegslóða sem liggur fyrir miðri hlíðinni að bílastæði nærri skógræktarreitnum. Skammt frá stæðinu er minningarlundur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson en minningjarsjóður þeirra hjóna styrkir þetta verkefni.
Á staðnum verða verkfæri og trjáplöntur og starfsmenn Skógræktarfélagsins munu leiðbeina við gróðursetninguna. Að gróðursetningu lokinni verður boðið upp á kaffi í Selinu, starfsstöð félagsins í Höfðaskógi.
Nánari upplýsingar í símum 555-6455 og 897-1268