Skógræktarfélögin, í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin, munu gróðursetja trjáplöntur í tilefni þess að í ár verða liðin 35 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna til að verða þjóðkjörin forseti, og 100 ár frá því konur hér á landi fengu kosningarétt. Á laugardaginn 27. júní kl. 10.00 verða gróðarsettar 3 birkiplöntur ‘Embla’ í Vigdísarlund á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Gaman væri að sjá sem flesta mæta. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).
Flokkur: Fréttir 2015