Um tuttugu manns mættu laugardaginn 16. september síðastliðinn og gróðursettu í hlíðarnar á móts við Hamranesflugvöll þrátt fyrir rok og rigningu. Einnig mættu starfsmenn úr nokkrum deildum Íslandsbanka og nemendur úr Skarðshlíðarskóla í síðustu viku og gróðursettu á svipuðum slóðum. Í allt voru gróðursettar hátt í þúsund tveggja til fjögura ára trjáplöntur í síðustu viku, mest alaskaösp. Við þökkum sjálfboðaliðum, starfsmönnum Íslandsbanka og nemendum Skarðshlíðarskóla kærlega fyrir þeirra framlag.
Flokkur: Fréttir 2023