Unnið var að grisjun og uppkvistun nyrst í Gráhelluhraunsskógi/Tröllaskógi í vikunni.
Þarna mætast reiðstígur og göngustígur sem liggja í gegnum skóginn nokkuð samhliða norður – suður. Nú eiga hestar og menn að taka eftir hvor öðrum á þessum gatnamótum og því minni hætta á því að hross fælist.
Á sömu slóðum er útikennslustofa í gömlum grenilundi. Einnig var grisjað þar í kring.
Þarna skammt frá er ný göngubrú yfir votlendi. Brúin tengir gangandi umferð úr Setbergshverfi inn í Gráhelluhraunsskóg.