Nýlega var hafist handa við að grisja og snyrta skóginn nyrst í Undirhlíðum. Svæði þetta var girt af árið 1961 og gróðursetning trjáplantna hófst skömmu síðar. Mest ber á sitkagreni/sitkabastarði og stafafuru í skóginum í Undirhlíðum. Villt birkikjarr er áberandi víða. Einnig er í Undirhlíðaskógi bergfura, blágreni, fjallaþinur, lerki, selja, reyniviður og fleiri tegundir trjáa. Villtur einir er algengur í Undirhlíðum og einnig ber nokkuð á aðalbláberjalyngi. Mest er verið að uppkvista/stofna skóginn þessa dagana. Þó er passað upp á það að opna ekki jaðrana. Barrtréin hafa almennt þrifist mjög vel þarna og eru víða komin vel yfir 10 metra á hæð. Á myndinni er Undirhlíða-skógur fyrir miðri mynd lengst til hægri. Helgafellið er fyrir miðri mynd.