Þessa dagana er verið að grisja skóginn í Selhöfða sunnan við Hvaleyrarvatn. Skógurinn í norðurhlíðum Selhöfða er að mestu stafafura gróðursett á níunda áratug síðustu aldar. Auk starfsmanna félagsins hafa menn frá Trjáprýði unnið við grisjun á skóginum í Selhöfða síðustu daga. Efnið sem til fellur er aðallega nýtt í eldivið og kurl.
Flokkur: Fréttir 2022