Nú er meira og minna allur snjór horfinn í skógum félagsins. Stígarnir eru þurrir enda frost. Hvaleyrarvatnsvegur er með besta móti enda nýlega búið að hefla hann og fylla í holur. Reyndar er aftur farið að snjóa!
Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar með því að fylla út í umsóknar-formið sem er undir flipanum „Um félagið“ og síðan „Skrá mig í félagið“. Með því að gerast félagi styður þú við umhirðu og uppbyggingu á útivistarsvæðunum við Hvaleyrarvatn, Gráhelluhrauni, Undirhlíðum og víðar. Þar með talið stígagerð, hreinsun, skógrækt og skógarumhriðu í upplandi Hafnarfjarðar. Skógræktarfélag er sjálfseignarstofnun. Félagið er stofnað árið 1946. Félagar eru um 900 talsins. Árgjarldið er aðeins kr. 2.500,-. Gegn framvísun félagsskírteinis fá félagar afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum í „græna geiranum“.