Óskum félögum og velunnurum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Jólatrjáasala félagsins var með allra besta móti og fyrir það erum við afar þakklát. Félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar eru nú um 1.100 talsins. Er því félagið annað fjölmennasta skógræktarfélag landsins á eftir Skógræktarfélagi Rvk en skógræktarfélögin eru um sextíu talsins á landinu. Með því að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hfj styður þú við skógrækt og uppgræðslu í upplandi bæjarins. Starfsemi félagsins fellst einnig í hreinsun, vöktun, grisjun, stígagerð og fræðslu.
Flokkur: Fréttir 2023