Óskum félögum og velunnurum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Nú eru félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar komnir yfir þúsund. Með því að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hfj styður þú við skógrækt og uppgræðslu í upplandi Hafnarfjarðar. Auk þess að styðja við uppbyggingu á betri útivistarsvæðum í skóglendum félagsins en félagið sér um skógrækt, grisjun, stígagerð, hreinsun og fleira í Gráhelluhrauni, Höfðaskógi, Seldal, Undirhlíðum og víðar. Hægt er að gerast félagi með því að skrá sig hér á síðunni. Sjá flipann „um félagið“ hér að ofan og síðan „skráning í félagið“. Árgjaldið er aðeins kr. 3.000,-. Félagsskírteinið er nú rafrænt. Félagar njóta afsláttar hjá ýmsum aðilum í græna geiranum eins og Þöll, Mörk, Nátthaga, Garðheimum og Blómaval.
Flokkur: Fréttir 2022