Gleðileg jól. Þrátt fyrir allt var árið gjöfult hvað varðar trjávöxt, blómgun og aldinþroska/fræþroska. Margir sáu í fyrsta skipti epli á ávaxtatrjánum og sjaldan eða aldrei hefur blómgun verið svona mikil greni og fleiru eins og í ár.
Aldrei hafa eins margir verið félagar eins og nú eða um 950 talsins. Ég stefnum á að félagar fara yfir 1000 á árinu 2021.
Aldrei hefur jólatrjáa- og skreytingasala félagsins gengið eins vel og vel í ár. Takk fyrir það. Ágóðinn fer í uppgræðslu og uppbyggingu á útivistarsvæðum í upplandi Hfj.
Á næsta ári fagnar félagið 75 ára aldri. Unnið verður áfram að gerð vélaskemmu og verkstæðis ásamt almenningssalerni fyrir útivistarfólk í Höfðaskógi.
Við óskum ykkur árangursríks ræktunarárs 2021 og ætlum áfram að sinna og byggja upp betri útivistarskóga í upplandi Hfj.