Félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar eru rúmlega þúsund talsins. Með því að gerast félagi styður þú við starfsemi félagsins sem m.a. fellst í skógrækt, grisjun, hreinsun og stígagerð um skóglendi félagsins í upplandi Hafnarfjarðar.
Félagar njóta afsláttar í öllum helstu gróðrarstöðvum og garðyrkjuverslunum landsins. Félagar fá 15% afslátt af öllum plöntum í Þöll.
Árgjaldið er kr. 4.000 (árið 2024). Hægt er að gerast félagi með því að fylla út eyðublað sem finna má undir flipanum „um félagið“ og svo „skrá mig í félagið“ hér á síðunni. Einnig má senda ósk um félagsaðild á netfangið skoghf@simnet.is. Munið að gefa upp kt og netfang. Félagsskírteinið er rafrænt og vistað í veskinu í í símanum.