Gönguferð verður um Hellisgerði fimmtudagskvöldið 6. júní kl. 20.00 í fylgd með Steinari Björgvinssyni skógfræðingi sem segir frá trjánum í garðinum. Boðið er upp á gönguferðir um Hellisgerði í fylgd leiðsögumanna í tengslum við sýninguna Hellisgerði, blóma og skemmtigarður sem nú stendur yfir í Sverrissal Hafnarborgar. Gönguferðirnar hefjast við inngang Hellisgerðis sem snýr að Reykjavíkurvegi
Flokkur: Fréttir 2013