Skógræktarfélag Hafnarfjarðar efnir til göngu um Áslandið laugardaginn kemur 24. október 2015, fyrsta vetrardag. Lagt verður af stað frá Áslandsskóla. Hugað verður að gróðri í görðum í Áslandi og gengið um skóginn við Ástjörn. Lagt af stað kl. 11.00. Gangan tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögumaður verður Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455.
Flokkur: Fréttir 2015