Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu þann 2. maí 2023, kl 17.30.
Mætt: Sigurður Einarsson, Jónatan Garðarsson, Gyða Hauksdóttir, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson, Árni Þórólfsson og Steinar Björgvinsson, framkvæmdarstjóri. Ingvar Viktorsson boðaði forföll.
1. Stjórn skiptir með sér verkum eftir aðalfund
Á aðalfundi félagsins voru kjörin í stjórn Sigurður Einarsson, Jónatan Garðarsson, Ingvar Viktorsson, Árni Þórólfsson, Gyða Hauksdóttir, Magnús Gunnarsson og Hallgrímur Jónasson.
Samkomulag var innan stjórnar að skipta verkum með eftirfarandi hætti:
- Sigurður Einarsson, formaður
- Gyða Hauksdóttir, varaformaður
- Árni Þórólfsson, gjaldkeri
- Hallgrímur Jónasson, ritari
- Jónatan Garðarsson, meðstjórnandi
- Ingvar Viktorsson, meðstjórnandi
- Magnúr Gunnarsson, meðstjórnandi
2. Stöðuyfirlit frá framkvæmdarstjóra
Rekstur í góðu standi, veður hjálpar ekki til, en fyrirhugað er að opna fyrir plöntusölu um næstu helgi, 6. og 7. maí. Von er á gröfu til að slétta undir tvö ný gróðurhús, hvort þeirra er 165m2. Efni í húsin er til og komið á svæðið, fyrirhugað er að reisa þau í þessum mánuði.
Nýr göngustígur hefur verið lagður sem kemur nokkuð nærri athafnarsvæði félagsins. Stígurinn er hluti af Græna stígnum og ætlaður fyrir gangandi og hjólandi umferð. Nauðsynlegt er að koma upp girðingu milli stígsins og húsa félagsins og er áætlað að hún þurfi að vera um 60 m löng, auk þess sem skipt verður um hlið, gamla hliðið verður fært að Værðarstígnum. Áætlaður kostnaður er um 3, 5 m kr. Samtal hefur átt sér stað við bæinn um kostnaðarþátttöku.
Fyrir liggur að Landsvirkjun mun styðja félagi um 7,5 m kr. í ár og næsta ár, en þar með lýkur löngu og farsælu samstarfi Landsvirkjunar við Skógræktarfélagið. Þessum fjármunum verður ráðstafað til að ráða sumarstarfsfólk og leigður bíll til afnota fyrir starfsmennina.
Stefnt er að því að kaupa nýjan bíl fyrir félagið á næsta ári, fjármögnun verður skoðuð í því sambandi.
Rætt um mikilvægi þess að félagið fái meira land til ræktunar, en fyrir liggur erindi til bæjarins, mikilvægt er að fylgja því eftir að fá svör við erindinu.
3. Staðan í Frisbee-golf máinu
Stjórnin er sammála um að eiga viðræður við bæinn um að Selhraun vestan við Hvaleyrarvatn og Kjóadalur komi til greina undir nýjan 18 holu frisbee-golfvöll. Stjórnin telur að ekki komi til greina að ráðstafa ræktuðu svæði í Selhöfða til golfvallargerðar, enda verði slík ráðstöfun of mikið rask á því svæði sem þegar er mikið notað sem yndisskógur. Seldalur kemur heldur ekki til greina því hann er þinglýstur sem landgræðsluskógasvæði, þar má ekki fella tré vegna samnings við Landgræðsluskóga.
Fyrir liggur að fulltrúar SH hafa verið boðaðir til fundar með starfsmönnum bæjarins ásamt Þráni Haukssyni og fulltrúum frá Frisbee-golffélagi Hafnarfjarðar. Auk starfsmanna félagsins munum Jónatan og Magnús mæta.
4. Starfið í sumar
Árlegur fuglaskoðunardagur var haldinn fyrir viku (22. maí), 20 tegundir fugla sáust.
Líf í lundi er fyrirhugað þann 24. júní, auk þess verður fjallareiðhjólakeppni, utanvegahlaup Hauka um Hvítasunnuna og fleira.
Skógræktarþing verður haldið á Patreksfirði 1., 2. og 3. sept. 2023.
Fundi slitið um 18.30.