Fundargerð stjórnar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar haldinn í Selinu þann 11. júlí 2023, kl 17.30.
Mætt: Sigurður Einarsson, Gyða Hauksdóttir, Magnús Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson, Ingvar Viktorsson og Steinar Björgvinsson, framkvæmdarstjóri. Jónatan og Árni boðuðu forföll.
1. Stöðuyfirlit frá framkvæmdarstjóra
Starfið í hefðbundnum farvegi. Umræða um þörf fyrir ráðningu á garðyrkju- eða skógfræðingi til að vinna náið með framkvæmdarstjóra. Þörfin er talin meiri á garðyrkjufræðingi sem sinnir málefnum Þallar.
2. Staða í Frisbee-golf málinu
All nokkur umræða fór fram um þá tillögu sem liggur fyrir, sem er gróf hugmynd um staðsetningu. Tillagan hefur í för með sér að frisbee-golf völlurinn þverar bæði akveg og reiðgötu, sem kann að vera framkvæmanlegt, en gera má ráð fyrir að truflun verði fyrir gesti og gangandi af golfiðkuninni. Að mati stjórnarmanna er mikilvægt að halda því til haga að það er mikil umferð fólks á þessu svæði og því mikilvægt að ekki sé gengið á hlut þess við framkvæmdina.
Stjórnin telur rétt að leita til fagmanna varðandi staðarval og útfærslu og var rætt um að það kunni að vera heppilegt að bærinn í samráði Skógræktarfélagið leiti til t.d. Þráins Haukssonar, landslagsarkitekts og að leitast verði við að horfa til framtíðar við staðsetningu og útfærslu á frisbee-golfvelli á svæðinu.
3. Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2023
Aðalfundur Skógræktarfélags íslands 2023 verður haldinn á Patreksfirði dagana 1. – 3. september. Skógræktarfélög Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknarfjarðar eru gestgjafar fundarins.
Farið var yfir hverjir verða fulltrúar SH, alls 10 aðalfulltrúar og 3 til vara. Framkvæmdarstjóri hefur þegar gengið frá gistingu fyrir fulltrúa félagsins.
4. Önnur mál
Rætt um mikilvægi þess að skógræktarland við Krýsuvíkurveg sem er erfðafestuland og að hluta í eigu/umsjón Skógræktarfélags Íslands tengist og verði hluti af upplandi Hafnarfjarðar sem almenningur hefur kost á að njóta.