Vetrarfuglatalning á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar fór fram síðastliðna helgi. Svæðið kallast "Hafnarfjörður austan Reykjanesbrautar". Inn í því er Kaldársel, Undirhlíðar, Sléttuhlíð, Höfðaskógur, Gráhelluhraun, Setbergshverfi og Áslandshverfi. 19 tegundir fugla sáust laugardaginn 14. janúar 2017. Tegundirnar voru: Auðnutittlingar, snjótittlingar, starar, skógarþrestur, svartþrestir, glókollar, krossnefir, fjallafinka, hrafnar, rjúpa, stokkendur, urtendur, grágæs, hett…umáfar, stormmáfur, svartbakar, bjartmáfur, hvítmáfur og hrossagaukar. Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson töldu svæðið saman. Það var austanátt þennan dag með snjókomu og síðan slyddu. Hiti var um og yfir frostmarki.
Í Sléttuhlíð sáust krossnefir með stálpaða unga en krossnefir verpa gjarnan á veturna en aðalfæða þeirra er fræ barrtrjáa. Syngjandi krossnefur sást í skóginum í Gráhelluhrauni.
Myndin er af krossnefs-karli. Myndinar tók Björgvin Sigurbergsson.