Minnum á hina árlegu fuglaskoðunarferð félagsins á laugardaginn kemur 31. maí/kosningadaginn. Við leggjum af stað kl. 10.00 frá Þöll við Kaldárselsveg. Leiðsögumenn verða Hannes Þór Hafsteinsson sem er landskunnur fuglaskoðari og Steinar Björgvinsson. Gangan tekur rúma klukkustund. Þetta er létt og róleg ganga eftir skógarstígum í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn. Takið með ykkur sjónauka. Boðið verður upp á kaffi að göngu lokinni. Myndin er af auðnutittling tekin af Björgvin Sigurbergssyni.
Flokkur: Fréttir 2014