Fuglaskoðun félagsins sem vera áttu núna á laugardaginn 25. apríl hefur verið aflýst. En við hvetjum ykkur til að skoða fugla engu að síður. Margar tegundir fugla hafa sést í Höfðaskógi, við Hvaleyarvatn og nágrenni í gegnum tíðina. Sumar mjög sjaldgæfar eins og brjósttittlingur, brúnheiðir og rindilþvari. Margir fuglaljósmyndarar hafa komið í Þöll og tekið myndir t.d. hér á hlaðinu þar sem við fóðrum fuglana stóran hluta ársins.
Hrossagaukurinn sem er algengur varpfugl hér í upplandinu er mættur á svæðið. Þúfutittlingar sáust á flugi yfir Þöll áðan. Þrestir, starar, músarrindlar og auðnutittlingar syngja hástöfum. Nú fara fyrstu maríuerlurnar að láta sjá sig. Ljósmyndin er af flórgoða á Hvaleyrarvatni fyrir nokkrum árum síðan tekin af Birgi Gunnlaugssyni.