Laugardaginn 1. júní síðastliðinn fór fram hin árlega fuglaskoðunarferð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um Höfðaskóg. Um 25 manns mættu í gönguna. Leiðsögumenn voru Steinar Björgvinsson og Þorkell Þorkelsson. Til að laða fram minnstu fugla skógarins voru spilaðar hljóðupptökur af söng glókolls og músarrindils sem gaf góða raun. Eftirfarandi fuglategundir sáust: Skógarþröstur, svartþröstur, stari, þúfutittlingur, auðnutittlingur, maríuerla, glókollur, músarrindill, krossnefur, hrafn, hrossagaukur, spói, stelkur, sílamáfur og hettumáfur. Alls 15 fuglategundir. Engir andfuglar sáust á Hvaleyrarvatni. Daginn eftir voru álftir, grágæsir og skúfendur á vatninu.
Flokkur: Fréttir 2013