Vinsælum stígum haldið opnum
Starfsmenn félagsins hafa síðustu daga m.a. rutt snjó af stígnum í kringum Hvaleyrarvatn. Í gær (fimmtudaginn 24. janúar 2019) var göngustígurinn í Gráhelluhraunsskógi einnig ruddur. Eftir að Halldóra og Þórólfur gáfu félaginu sexhjól ásamt snjótönn höfum við getað rutt snjó af helstu gönguleiðum í skóginum til að auðvelda útivistarfólki að njóta svæðisins yfir háveturinn. …
Details