Breskir fuglaskoðarar
Hópur breskra fuglaskoðara kom við í morgun við bækistöðvar félagsins við Kaldárselsveg til að freista þess að sjá brjósttittlinginn/seylutittlinginn. Þeim varð af ósk sinni því fuglinn gerði sér lítið fyrir og settist upp á fóðurbrettið á hlaðinu. Brjósttittlingurinn sem er N-amerískur spörfugl sást fyrst við bækistöðvar félagsins þann 7. desember síðastliðinn og hefur sést nær daglega…
Details