Í gær, föstudaginn 19. maí, færðu þau hjónin Halldóra Halldórsdóttir og Þórólfur Þorgrímsson félaginu að gjöf nýtt sexhjól. Sexhjólið mun nýtast félaginu vel við dagleg störf eins og flutning á trjám, grisjunarvið, áburði, efni í stíga, við ruslahreinsun og fleira. Stjórn og starfsfólk félagsins þakkar þeim heiðurshjónum Halldóru og Þórólfi kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun sannarlega nýtast félaginu vel í framtíðinni og létta störfin.
Á myndinni hér fyrir ofan færir Halldóra Halldórsdóttir og Þórólfur Þorgrímsson Steinar Björgvinssyni framkvæmdastjóra félagsins lykilinn að nýja sexhjólinu.
Þess má geta að fjölskylda Halldóru og Þórólfs hefur hjálpað félaginu mikið í gegnum tíðina við smíðar, viðhald, jólatrjáasölu og margt fleira.