Félagið hefur gert samning við Hafnarjarðarbæ um ruðning á snjó á 3 stígum í upplandi bæjarins. Um er að ræða stíginn í kringum Hvaleyrarvatn, göngustíginn um Gráhelluhraun/Tröllaskóg og stíginn sem liggur frá hesthúsunum við Hlíðarþúfur og upp á Hvaleyrarvatnsveg.
Eftir að félagið eignaðist sexhjól og snjótönn hefur það annast snjóruðning á þessum leiðum eins og hægt hefur verið án sérstaks endurgjalds frá sveitarfélaginu.
Það er greinilegt að fólk kann að meta að geta gengið og skokkað stígana allan veturinn. Það sést á öllum gestunum sem sækja svæðið heim daglega.
Endilega látið vita ef við getum gert betur eða þið viljið koma á framfæri öðrum ábendingum.
Netfang: skoghf@simnet.is. Sími í bækistöð: 555-6455. Framkvæmdastjóri: 894-1268.