Á annað hundrað erlendir skátar komu í síðustu viku í tengslum við alþjóðlegt skátamót sem haldið er hérlendis en hluti hópsins dvaldist hér í Hafnarfirði og hjálpuðu til við stígagerð, gróðursetningu og fleira í nágrenni Hvaleyrarvatns. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar þakkar þessum hressu og duglegu skátum kærlega fyrir þeirra framlag í upplandi bæjarins. Á myndinni má sjá hluta hópsins sem kom og starfaði fyrir félagið.