Fimmtudagur 21. apríl (Sumardagurinn fyrsti)
Fuglaskoðun í Höfðaskógi
Kl. 11.00 – 13.00
Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Takið með ykkur sjónauka. Leiðsögumenn Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson fuglaáhugamenn. Þessi viðburður er hluti af bæjarhátíðinni „Bjartir dagar“ sem fram fer í Hafnarfirði dagana 20. – 23. apríl.
Fimmtudagur 28. apríl
Aðalfundur í Hafnarborg
Strandgötu 34, Hfj kl. 20.00 – 21.30
Venjuleg aðalfundarstörf, kaffihlé og fræðsluerindi.
Laugardagur 25. júní
Líf í lundi
Kl. 14.00 – 17.00
Hinn árlegi fjölskyldudagur skógræktarfélaganna. Viðburðir verða við Þöll og víðar. Nánar auglýst síðar.
Laugardagur 10. september
Sjálfboðaliðadagur
Kl. 11.00 – 13.00
Við ætlum að gróðursetja í Hamranesi á móts við módelflugvöllinn við Hvaleyrarvatnsveg. Plöntur og verkfæri á staðnum. Hressing í Þöll í boði félagsins að gróðursetningu lokinni.
Fimmtudagur 15. september
Fræðsla um matsveppi
Kl. 17.30
Helena Marta Stefánsdóttir náttúrufræðingur mun kynna helstu tegundir matsveppa, söfnun þeirra og verkun. Mæting við bílastæðið vestan við Hvaleyrarvatn. Takið með ykkur körfu og hníf. Þátttaka ókeypis.
Fimmtudagur 27. október
Ljósaganga með hrekkjavökuívafi
Kl. 19.00 – 20.30
Mæting í Þöll við Kaldárselsveg. Þessi viðburður er í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Gengið um skóginn í myrkrinu. Hressing í Þöll að göngu lokinni.
Desember
Jóla- og skreytingasala
Jólatrjáasala félagsins opnar formlega laugardaginn 3. desember. Jólatrjáasalan fer fram í Þöll við Kaldárselsveg. Opið alla daga fram að jólum frá kl. 10.00 – 18.00. Lokað Þorláksmessu og aðfangadag.