Starfsmenn félagsins hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að því að ryðja snjó af gönguleiðinni í kringum Hvaleyrarvatn ásamt Græna stígnum sem liggur samsíða Kaldárselsvegi frá Hlíðarþúfum að Hvaleyrarvatnsvegi. Einnig er búið að ryðja gönguleiðina í gegnum Gráhelluhrauns-skóg. Ásamt því hafa styttri leiðir í Höfðaskógi í kringum bækistöðvar félagsins verið ruddar eins og Gunnustígur og Höfðavegur.
Flokkur: Fréttir 2022