Að gefnu tilefni viljum við benda á að óheimilt er að kveikja elda í öllu upplandi Hafnarfjarðar. Á það einnig við um varðelda. Nú er þurrkur og mikil sina og gróðurinn þurr. Við Hvaleyrarvatn eru 3 grill til notkunar fyrir almenning. Farið samt varlega. Ef þið verðið vör við eld í upplandinu, skóglendum félagsins hafið tafarlaust samband við 112. Ef þið verðið vör við að óvarðlega er farið með eld á svæðinu hafið samband við skógarvörð í síma: 555-6455, 894-1268 eða sendið tölvupóst á skoghf@simnet.is.
Flokkur: Fréttir 2020