Undanfarnar vikur hefur 14 manna hópur starfað hjá félaginu í gegnum svokallað „atvinnuátak fyrir námsmenn“ á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Hópurinn hefur m.a. unnið að lagfæringu á göngustígum í Höfðaskógi, grisjun, kurlun á greinum, endurgerð á tröppum í skóginum, hreinsun og fleiru. Hópurinn mun starfa hjá félaginu fram í ágústbyrjun. Á myndinni sést Natan við nýgerðar tröppur í Höfðaskógi unnar úr grisjunarvið úr skóginum.
Flokkur: Fréttir 2020