Kæru félagar. Innheimta á árgjaldi fyrir árið 2018 er farin af stað. Stofnaðar hafa verið kröfur sem birtast í heimabanka hvers og eins. Árgjaldið er aðeins kr. 2.500,-. Með því að vera félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar styrkir þú starfsemi félagsins en félagið sér um skógrækt, stígagerð, hreinsun og fleira við Hvaleyrarvatn, í Höfðaskógi, í Gráhelluhrauni (Tröllaskógi) í Undirhlíðum og víðar. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tekur t.d. á móti nemendum leik- og grunnskóla og bíður upp á fræðslu um skóga og uppgræðslu svo fátt eitt sé nefnt. Ennfremur stendur félagið fyrir skógargöngum, fuglaskoðun, fjölskyldudegi og fleiru yfir árið. Jólatrjáasala félagsins fer fram í Þöll í desember.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun. Félagið er stofnað árið 1946. Félagar eru nú rúmlega 850 talsins og er Skógæktarfélag Hafnarfjarðar næstfjölmennasta skógræktarfélag landsins næst á eftir Skógræktarfélagi Reykjavíkur en um 60 skógræktarfélög starfa vítt og breitt um landið.
Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar með því að opna flipann "um félagið" og síðan opna flipann "gerast félagi" og fylla út í reitina og senda.
Allir félagar fá félagsskírteini sent. Ýmis fyrirtæki veita félögum afslátt af vörum. Gróðrarstöðin Þöll ehf, dótturfélag Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, veitir félögum 15 % afslátt af öllum plöntum. Aðalfundur félagsins fer fram í mars/apríl.
Myndin er tekin í Skólalundi í Undirhlíðum.