Nú ættu félagar í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar að vera búnir að fá í hendur félagsskírteini 2020 – 2021. Það var sent út ásamt aðalfundarboði fyrir um 2 vikum síðan.
Eins og áður hefur komið fram frestast aðalfundur félagsins um óákveðinn tíma.
Fjöldi fyrirtækja í „græna geiranum“ veita félögum staðgreiðslu-afslátt gegn framvísun félagsskírteinis.
Hægt er að gerast félagi með því að fylla út „félags-umsókn“ sem er að finna hér á heimasíðunni. Árgjaldið í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar er aðeins kr. 2.500,-.
Ef einhver hefur ekki fengið í hendur félagsskírteini hafið þá samband í gegnum netfangið skoghf@simnet.is. Tilkynnið einnig breytt heimilisfang á sama netfang. Einnig má skrá sig í félagið með því að senda upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang og netfang á sama netfang; skoghf@simnet.is