Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Blönduósi dagana 24. – 26. ágúst. Níu fulltrúar frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar sóttu fundinn að þessu sinni. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var boðið upp á fræðsluerindi og skoðunarferðir um sýsluna. Meðal annars var farið út í Hrútey, að Fjósum og í Gunnfríðarstaðarskóg í Langadal. Þótti fundurinn vel heppnaður og Skógræktarfélagi A-Húnvetninga sem sá um skipulagningu ásamt starfsmönnum Skógræktarfélags Íslands til mikils sóma. Á myndinn má sjá fundarmenn taka lagið í Gunnfríðarstaðaskógi.
Flokkur: Fréttir 2012