Aðalfundur Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands var haldinn í bækistöðvum félagsins nýverið. Ennfremur var 10 ára afmæli klúbbsins fagnað með afmæliskaffi. Ingibjörg Magnúsdóttir sagði svo í máli og myndum frá rósunum í garðinum sínum í Garðabæ.
Rósagarðurinn í Höfðaskógi er samstarfsverkefni Rósaklúbbsins og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Félagar í Garðyrkufélaginu geta gerst félagar í Rósaklúbbnum. Fyrsta Norræna rósahelgin (Nordisk rosenweekend) verður haldin hérlendis í lok júlí. Rósagarðurinn í Höfðaskógi verður m.a. skoðaður í tengslum við hátíðina.