Aðalfundarboði verður komið í póst í dag (17. mars 2015). Félagsskírteini 2015-2016 fylgir með. Þeir sem ekki hafa greitt árgjald félagsins síðastliðin tvö ár hafa verið teknir út af félagaskrá. Aðalfundur félagsins er fimmtudagskvöldið 26. mars kl. 20.00 í Hafnarborg. Þeir sem ekki fá aðalfundarboð né félagsskírteini í pósti í vikunni en hafa greitt árgjaldið 2014 eru beðnir velvirðingar. Vinsamlegast hafið samband í síma: 555-6455, 894-1268 eða sendið tölvupóst á netfangið skoghf@simnet.is ef svo er.
Flokkur: Fréttir 2015