Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2020 verður haldinn fimmtudaginn 2. apríl í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundurinn hefst kl. 20.00. Kynnt verður tillaga að lagabreytingu á stjórn félagsins. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum býður félagið upp á kaffi. Eftir kaffihlé um kl. 21.15 flytur Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður erindi sem hún nefnir „Skógarafurðir og hreinlætisvörur“. Fundi slitið um kl. 21.35.
Í næstu viku ætti aðalfundarboð ásamt félagsskírteini 2020 – 2021 að berast félögum með pósti. Vinsamlegast sendið upplýsingar um breytt heimilisföng á netfangið skoghf@simnet.is. Enn eiga einhverjir eftir að greiða árgjald 2019. Vinsamlegast gangið frá greiðslu árgjalds 2019 sem fyrst í heimabanka og styrkið þar með starfsemi félagsins. Árgjaldið er kr. 2.500,-. Fjölmörg fyrirtæki í græna geiranum veita afslátt gegn framvísun félagsskírteinis.