Um 40 manns mættu á aðalfund félagsins þann 26. mars síðastliðinn í Hafnarborg. Lúðvík Geirsson var kosinn fundarstjóri. Jónatan Garðarsson formaður fór yfir starfsemi félagsins á síðastliðnu ári ásamt Steinari Björgvinssyni framkvæmdastjóra. Að því loknu kynnti Árni Þórólfsson gjaldkeri félagsins reikninga. Ásdís Konráðsdóttir og Þorkell Þorkelsson voru endurkjörin sem skoðunarmenn reikninga.
Jónatan Garðarsson og Magnús Gunnarsson áttu að ganga úr stjórn. Þeir gáfu báðir kost á sér áfram. Þar sem engin mótframboð komu fram voru þeir sjálfkjörnir til áframhaldandi setu í stjórn félagsins næstu þrjú árin með lófataki.
Eftir kaffihlé voru sýndir gamlar og nýjar myndir úr starfi félagsins en félagið fagnar 70 ára starfsafmæli á næsta ári. Svanur Pálsson hafði safnað saman flestum myndanna, skannað þær og undirbúið til sýningar. Steinar kynnti myndirnar á fundinum. Lúðvík var svo fært að gjöf töfratré úr Þöll fyrir vasklega fundarstjórn. Á myndinni má sjá Steinar flytja ræðu framkvæmdastjóra.