Um 25 sjálfboðaliðar á öllum aldri mættu í morgun og gróðursettu á fimmta hundrað trjáplöntur, 2-4 ára, af ýmsum tegundum í hlíðar jarðvegstippsins á móts við Hamranesflugvöll við Hvaleyrarvatnsveg. Félagið bauð um á súpu og brauð í Þöll að gróðursetningu lokinni. Félagið þakkar öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þeirra framlag. Félagið hefur staðið fyrir álíka sjálfboðaliðadögum að hausti í rúm tíu ár.
Flokkur: Fréttir 2022