Um 10 starfsmenn Íslandsbanka mættu í gær, föstudaginn 9. september, og gróðursettu í hlíðarnar á móts við Hamranesflugvöll. Gróðursettar voru 250 trjáplöntur, 2-4 ára, af nokkrum tegundum. Félagið þakkar starfsmönnum Íslandsbanka og bankanum kærlega fyrir þeirra framlag.
Flokkur: Fréttir 2022