Um 25 manns mættu á aðalfund félagsins fimmtudaginn 1. október síðastliðinn. Gunnar Svavarsson var kjörinn fundarstjóri. Árni Þórólfsson, Ingvar Viktorsson og Sigurður Einarsson voru allir endurkjörnir í stjórn félagsins. Ásdís Konráðsdóttir og Þorkell Þorkelsson voru endurkjörin sem skoðunarmenn reikninga félagsins.
Fundurinn samþykkti hækkun á félagsgjaldi úr kr. 2.500,-/ári í kr. 3.000,-/ári.
Að loknum aðalfundarstörfum og kaffihléi flutti Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður fróðlegt erindi um hreinlætisvörur úr íslenskum hráefnum en hún hefur m.a. verið að þróa bursta úr íslenskri furu og hrosshárum.
Ljósmynd: stjórn félagsins ásamt framkvæmdastjóra.