Um 15 manns mættu í fuglaskoðun félagsins í dag (31. maí 2014). 19 tegundir fugla sáust. Þær voru: skógarþrestir, svartþrestir, starar, maríuerlur, þúfutittlingar, auðnutittlingar, músarrindill, glókollar, stelkur, hrossagaukar, stokkönd, duggendur, toppendur, álftir, sílamáfar, svartbakar, hetturmáfar, kría og rúsínan í pylsuendanum; bæjasvala. Krossnefir og heiðlóa sáust svo seinna um daginn við Þöll. Glókollar eru með algengustu fuglum skógarins ásamt skógarþresti, svartþresti og auðnutittling. Bæjasvala er algengur vor-flækingur hérlendis. Bæjasvölur hafa verpt hér landi endrum og sinnum en ekki fest rætur. Bæjasvölur verpa víða í Evrópu en eyða vetrinum í Afríku. Þær nærast á fljúgandi skordýrum sem þær veiða á flugi. Myndin er af glókoll; minnsta fugli Evrópu (um 6 gr. á þyngd) sem Björgvin Sigurbergsson tók.
Flokkur: Fréttir 2014