Samstarfsaðilar

Sýnir # 
1 Hafnarfjarðarbær
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar á í margþættu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Skógrætarfélagið er umsjónaraðili með upplandi bæjarins í gegnum sérstakan þjónustusamning. Einnig sinnir félagið svokallaðri umhverfisvakt í upplandinu í samstarfi við bæinn.

Ungmenni á vegum Vinnuskóla Hafnarfjarðar hafa starfað hjá félaginu um áratuga skeið við margskonar störf. Gróðursetning, áburðargjöf, stígagerð og hreinsun eru dæmi um verk sem ungmennin koma að. Hefur vinnuframlag þessa unga fólks reynst félaginu mikil lyftistöng í gegnum tíðina og í raun lagt grundvöllinn fyrir starfsemi félagsins.
2 Skógræktarfélag Íslands
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er eitt af sextíu aðildarfélögum Skógræktarfélags Íslands. Víðtækt samstarf er milli félaganna. Landgræðsluskógar er eitt helsta samstarfsverkefni félaganna.
3 Landgræðslusjóður
Minningarreitur um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson er m.a. samstarfsverkefni Landgræðslusjóðs og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Einnig hefur Landgræðslusjóður styrkt uppbyggingu trjásafnins í Höfðaskógi.
4 Landsvirkjun
Ungmenni á aldrinum 16-20 ára sem starfa á vegum Landsvirkjunar að samfélagsverkefninu ,,Margar hendur vinna létt verk" á sumrin hafa undanfarin ár veitt Skógræktarfélaginu lið og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á landsvæðum félagsins. Ungmennin hafa sinnt stígagerð, gróðursetningu, slætti og ýmsum öðrum tilfallandi verkum sem þurft hefur að leysa af hendi.
5 Garðyrkjufélag Íslands
Rósagarðurinn í Höfðaskógi er samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Einnig hafa félögin haft samstarf um garðagöngur.
6 Fuglavernd
Fuglaskoðunarferðir hafa verið farnar í samstarfi við Fuglavernd. Hreiðurkössum hefur einnig verið komið fyrir í Höfðaskógi fyrir mismunandi tegundir fugla í samstarfi við Fuglavernd.
7 Skógrækt ríkisins
Skógrækt ríkisins hefur m.a. lagt út trjáræktartilraunir í samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar í upplandi Hafnarfjarðar.
8 Landgræðsla ríkisins
Landgræðsla ríkisins hefur styrkt uppgræðslu skógræktarfélagsins í Seldanum og veitt starfsmönnum félagsins ráðleggingar við það verk.
9 Lionsklúbburinn Ásbjörn
Værð er samheiti yfir stíg, áningarstað og bílastæði í Höfðaskógi sem unnið var að frumkvæði Lionsklúbbsins Ásbjarnar í Hafnarfirði til minningar um Gísla S. Geirsson. Værð var vígð árið 2011.