Trjáklippingar

Nú er rétti tími ársins til hvers kyns trjáklippinga. Eðalrósir og ávaxtatré ætti þó ekki að klippa fyrr en í maí. Berjarunna eins og rifs og sólber ætti að grisja reglulega á þann hátt að klippa í burt alveg niður við jörð gamlar greinar. Gömlu greinarnar eru þykkari og dekkri. Einnig hafa þær tilhneigingu til að leggjast út af. Ungar greinar eru ljósar og vaxa lóðrétt upp. Kvisti sem blómgast bleikleitum blómsveipum síðsumars er heppilegt að klippa niður alla vega annað til þriðja hvert ár. Þá eru aðeins skildir eftir 10 - 20 cm stubbar. Klippingin kemur ekki niður á blómguninni þar sem kvistir þessir blómgast á árssprota.  

Gróðrarstöðin Þöll  |  Kaldárselsvegi  |  221 Hafnarfirði  |  Sími: 555-6455  |  Farsími: 894-1268  |  steinsh@mmedia.is