Fréttir

Sala á jólatrjám

Sala á jólatrjám hefst hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember næstkomandi. Starfsmenn félagsins og sjálfboðaliðar eru á fullu þessa dagana að velja tré og grienar úr skóginum, fella og flytja heim á hlað við Selið í Höfðaskógi. Mikill tími fer í þetta starf endar tekur drjúgan tíma að ganga um skógarsvæðin og velja tré sem til greina koma, fella þau, koma þeim út úr skóginum og aka með þau í höfuðstöðvar félagsins og stilla öllu upp. Hluti trjánna kemur úr skógræktarreitunum við Hvaleyrarvatn, en þó nokkur hluti þeirra fara á fyrirfram ákveðna staði í bænum. Eins og á síðasta ári fær félagið þó nokkuð af trjám austan af Héraði og jafnvel frá öðrum stöðum, en allt eru þetta íslensk jólatré, mest stafafura, en einnig rauðgreni og blágreni og jafnvel fleiri tegundir.

Árni Þórólfsson, Steinar Björgvinsson og Jökull Gunnarsson bera hita og þunga af grisjunarstarfinu í skógarreitum félagsins en þeim til halds og traust eru tveir félagsmenn sem hafa ætíð verið viðbúnir þegar til þeirra hefur verið leitað. Þetta eru Svanur Pálsson og Þorkell Þorkelsson sem hafa lagt félaginu til ómældar vinnustundir í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina. Fleiri félagsmenn taka þátt í starfseminni, hvort sem það snýr að því að velja og sækja tré eða standa vaktina við sölu jólatrjánna í desember. Það fólk sem á sæti í stjórn félagsins hverju sinni skiptist á við að sinna sölunni og öðrum verkum sem tengjast þessu starfi, en fleiri koma að þessu mikilvæga verkefni, sem er hluti af fjáröflun félagsins á hverju ári. Á undanförnum árum hafa t.d. Arnar Helgason, Gunnar Þórólfsson, Halldór Þórólfsson, Ásdís Konráðsdóttir, Anna Kristín Jóhannsdóttir, Gyða Hauksdóttir og margir fleiri sinnt þessu verkefni undir dyggri stjórn Hólmfríðar Finnbogadóttur framkvæmdastjóra félagsins sem hefur séð til þess að allt gangi eins og best verður á kosið.   

Margir hlakka til þessa tíma og það er fastur liður hjá mörgum fjölskyldum að koma í Selið í Höfðaskógi í desember til að velja saman jólatré og þiggja síðan heitt súkkulaði og smákökur.   

Helstu söludagarnir í desember verða um helgar, en einnig verður hægt að koma við í miðri viku og kaupa tré:

Sunnudagur 2. desember kl. 10:00-18:00

Laugardagur 8. desember kl. 10:00-18:00

Sunnudagur 9. desember kl. 10:00-18:00

Laugardagur 15. desember kl. 10:00-18:00

Sunnudagur 16. desember kl. 10:00-18:00

Laugardagur 22. desember kl. 10:00-18:00

 

 

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar laugardaginn 18. ágúst 2012

 

Hjálmarslundur í Vatnshlíð (í hlíðinni norður af Hvaleyrarvatni) – kl. 14.00

1.  Ávarp: Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

2.  Ávarp: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar

3.  Helgistund í umsjón séra Gunnþórs Ingasonar.

4.  Ávarp: Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs.

5.  Afjúpun minnisvarða um Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson.

6.  Ganga með Jónatani Garðarssyni um Höfðaskóg að bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar.

Bækistöðvar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar við Kaldárselsveg – kl. 15.00

1.  Veitingar að göngu lokinni.

2.  Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikku.

3.  Skógargetraun fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt kl. 16.30.

4.  Heitt í kolunum á hlaðinu. Komið með á grillið.

5.  Gömlu góðu leikirnir fyrir krakka á öllum aldri í boði ÍTH.

 

Hestamiðstöð Íshesta – kl. 15.00

1.  Börnin fá að fara á hestbak í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta milli kl. 15.00 – 16.00.

Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar laugardaginn 18. ágúst

 

Hjálmarslundur í Vatnshlíð (í hlíðinni norður af Hvaleyrarvatni) – kl. 14.00

1.  Ávarp: Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

2.  Ávarp: Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar

3.  Helgistund í umsjón séra Gunnþórs Ingasonar.

4.  Ávarp: Guðbrandur Brynjúlfsson formaður Landgræðslusjóðs.

5.  Afjúpun minnisvarða um Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson.

6.  Ganga með Jónatani Garðarssyni um Höfðaskóg að bækistöðvum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar.

Bækistöðvar Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar við Kaldárselsveg – kl. 15.00

1.  Veitingar að göngu lokinni.

2.  Þórður Marteinsson leikur ljúf lög á harmonikku.

3.  Skógargetraun fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt kl. 16.30.

4.  Heitt í kolunum á hlaðinu. Komið með á grillið.

5.  Gömlu góðu leikirnir fyrir krakka á öllum aldri í boði ÍTH.

 

Hestamiðstöð Íshesta – kl. 15.00

1.  Börnin fá að fara á hestbak í gerðinu við Hestamiðstöð Íshesta milli kl. 15.00 – 16.00.

Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 2012

Aðalfundur Skógrækarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar Strandgötu 34, miðvikudagskvöldið 7. mars næstkomandi kl. 20.00.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Ólafur S. Njálsson garðyrkjukandidat, eigandi garðplöntustöðvarinnar Nátthaga í Ölfusi, flytja erindi sem hann nefnir „aukin fjölbreytni í útivistarskóga“.

Félagið býðir upp á kaffiveitingar í hléi. Allir velkomnir.

Stjórnin

Alþjóðlegt ár skóga 2011

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsir árið 2011 „Alþjóðlegt ár skóga” sem lið í að fylgja eftir áherslum og yfirlýsingum, allt frá ráðstefnunni um umhverfi og þróun í Ríó árið 1992.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setti árið formlega hér á landi þann 12. janúar og fékk við það tækifæri afhentan fána með íslenskri útfærslu á merki ársins.
Það er verkefni allra sem vinna undir merki ársins að stuðla að aukinni vitund fólks um mikilvægi sjálfbærrar umhirðu allra skógargerða, til hagsbóta fyrir framtíðina. Þótt einkum sé litið svo á að átakið sé til hagsbóta fyrir núlifandi og óbornar kynslóðir þá er sérstök áhersla á vernd viðkvæmra skógarvistkerfa. Þá minnir Allsherjarþing SÞ á samninginn um líffræðilega fjölbreytni, loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, samninginn um varnir gegn myndun eyðimarka og aðra samninga sem máli skipta og fást við flókin úrlausnarefni er varða skóga.