Alþjóðlegt ár skóga 2011

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsir árið 2011 „Alþjóðlegt ár skóga” sem lið í að fylgja eftir áherslum og yfirlýsingum, allt frá ráðstefnunni um umhverfi og þróun í Ríó árið 1992.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setti árið formlega hér á landi þann 12. janúar og fékk við það tækifæri afhentan fána með íslenskri útfærslu á merki ársins.
Það er verkefni allra sem vinna undir merki ársins að stuðla að aukinni vitund fólks um mikilvægi sjálfbærrar umhirðu allra skógargerða, til hagsbóta fyrir framtíðina. Þótt einkum sé litið svo á að átakið sé til hagsbóta fyrir núlifandi og óbornar kynslóðir þá er sérstök áhersla á vernd viðkvæmra skógarvistkerfa. Þá minnir Allsherjarþing SÞ á samninginn um líffræðilega fjölbreytni, loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna, samninginn um varnir gegn myndun eyðimarka og aðra samninga sem máli skipta og fást við flókin úrlausnarefni er varða skóga.

Merki (logo) ársins er hannað um þemað „þetta gerir skógurinn fyrir þig” og undirstrikarað allir skógar hafa fjölþætt gildi, m.a.:

veita skjól og eru mikilvæg búsvæði fjölmargra lífverauppspretta matar og nauðsynlegir fyrir lyfjagerð
varðveita gæði ferskvatns
mikilvægir fyrir jarðvegsvernd
gegna stóru hlutverki í að viðhalda stöðugu loftslagi og hringrásum vatns og næringarefna
vistvænn efniviður, bæði endurvinnanlegur og til nýsköpunar

Allsherjarþingið telur að samtillt átak þurfi á öllum sviðum til að auka vitund og styrkja sjálfbæra umhirðu, vernd og sjálfbæra þróun allra skógargerða. Skorað er á ríkisstjórnir, svæðisbundnar stofnanir og helstu hópa að styðja viðburði sem tengjast árinu, meðal annars með frjálsum framlögum, og með því að tengja viðburði á sínum vegum við árið.