Grisjað í Langholtinu

 

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn félagsins unnið að grisjun og snyrtingu skóga félagsins m.a. í Langholti, Kjóadalshálsi og víðar. Einnig hefur verið farið um vegi í upplandinu og tré og runnar sem skaga út á akvegi og göngustíga söguð, klippt og snyrt. 

Þessi mynd var tekin 30. janúar 2019 í Langholtinu skammt sunnan við Þormóðshöfða. Á myndinni eru Árni Þórólfsson og Jökull Gunnarsson starfsmenn félagsins við þarfasta þjóninn, sexhjólið sem hjónin Halldóra og Þórólfur gáfu félaginu árið 2017. 

Á bakvið Árna og Jökul eru alaskaaspir sem gróðursettar voru fyrir um 20 árum þarna uppi á skjóllausu, grýttu holtinu. Ljósmynd: Steinar Björgvinsson