100 manns mættu í ljósagöngu

 

Um 100 manns mættu í kvöldgöngu skógræktarfélagsins og Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Gangan var í anda hrekkjavöku. Nokkrir draugar og aðrir vættir skógarins létu sjá sig í skóginum. Leiðsögn var í höndum Drag-skúla. 

Allir fengu heitt kakó og kleinur að göngu lokinni. 

Skógræktarfélagið og Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna. Einnig vilja félögin þakka vættum skógarins og Linu fyrir veitingar fyrir undirbúningshópinn. 

Ljósmynd: Ragnhildur Freysteinsdóttir.