Sjálfboðaliðar gróðursetja

 

Laugardagsmorguninn 15. september 2018 mættu rúmlega tuttugu manns og gróðursettu í brekkurnar skammt fyrir vestan Hvaleyrarvatn þar sem áður var jarðvegstippur og öskuhaugar bæjarins. Gróðursettar voru tæplega eitt þúsund 3-4 ára birki, elri og asparplöntur. Þetta er níunda árið í röð sem Skógræktarfélagið efnir til sjálfboðaliða-gróðursetningardags. Að gróðursetningu lokinni var öllum boðið í heita gúllassúpu í Þöll. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar þakkar öllum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir þeirra vinnuframlag. Á myndinni má sjá Árna Þórólfsson, Snorra Þórólfsson, Vigfús, Gunnar Þórólfsson, Charlie, Anniku og fleiri. Ljósmynd: Steinar Björgvinsson.