Fuglaskoðun á Björtum dögum 2018

 Laugardaginn 21. apríl kl. 11. Fuglaskoðun í Höfðaskógi. Þekkir þú fiðraða nýbúa skógarins?

Hannes Þór Hafsteinsson og Steinar Björgvinsson verða leiðsögumenn í fuglaskoðunarferð. Lagt af stað frá Þöll við Kaldárselsveg. Takið með ykkur sjónauka. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Kaffi og spjall í Þöll að göngu lokinni. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455. Einnig má senda fyrirspurnir á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Gangan er hluti af dagskrá bæjarhátíðarinnar "Bjartra daga" sem stendur frá 18.- 22. apríl. Sjá dagskrá: https://www.hafnarfjordur.is/mannlif/vidburdir/vidburdir-framundan/bjartir-dagar-lau-21-april-2018. Ljósmynd af auðnutittling: Björgvin Sigurbergsson.