Vel mætt á aðalfund
Kringum 50 manns mættu á aðalfund félagsins í Apótekinu,
Hafnarborg fimmtudagskvöldið 22. mars. Að loknum aðalfundarstörfum kynntu þeir
Björn Guðbrandur og Hjálmar uppgræðslu "Gróðurs fyrir fólk í landnámi
Ingólfs" í Krýsuvík. Að því loknu flutti Helena Marta Stefánsdóttir
skógvistfræðingur erindi um matsveppi. Gunnar Svavarsson var kosinn fundarstjóri.
Boðið var upp á kaffiveitingar í hléi sem Marselína Pálsson sá um. Á myndinni eru frá vinstri: Björn Guðbrandur Jónsson framkvæmdastjóri Gróðurs fyrir fólk..., Hjálmar Hjálmarsson formaður Gróðurs fyrir fólk... og Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur. Þeim voru afhent töfratré í þakklætisskyni frá félaginu fyrir frábæra fyrirlestra.