Aðalfundur 2018

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars í Apótekinu, Hafnarborg, Strandgötu 34

Kl. 20.00 – 20.55
• Venjuleg aðalfundarstörf.
• Björn Guðbrandur Jónsson kynnir starfsemi „Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs“


Kaffihlé


Kl. 21. 15 – 22.00
• Helena Marta Stefánsdóttir skógvistfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Matsveppirnir í skóginum“.

Kaffiveitingar eru í boði félagsins. Hægt er að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hfj með því að senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hér á heimasíðu félagsins undir flipanum "um félagið" og síðan "skrá mig í félagið".  Árgjaldið er kr. 2.500,-. Með því að gerast félagi styður þú við skógrækt og uppbyggingu á útivistarsvæðinu í upplandi Hafnarfjarðar. Félagar njóta afsláttarkjara hjá ýmsum fyrirtækjum eins og Gróðrarstöðinni Þöll ehf.